11.08.1919
Neðri deild: 30. fundur, 31. löggjafarþing.
Sjá dálk 873 í B-deild Alþingistíðinda. (564)

14. mál, stofnun Landsbanka

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Það eru að eins örfá orð. Jeg get verið samþ. brtt. á þgskj. 327 og vona, að deildin samþ. hana, því hún ræður bót á öllum annmörkunum á till. á þgskj. 324. En með þeirri brtt. þannig breyttri get jeg ekki heldur verið, enda er hún þýðingarlaus, ef á að leggja þann skilning í hana, sem hv. 2. þm. Árn. (E. A.) lagði í hana og hv. þm. N.-Þ. (B. Sv.) virtist samþ. Má vera, að tillögur hafi einhvern tíma komið um þetta frá yfirskoðendum landsreikninganna, um að opinbert fje skuli ætíð ávaxtað í Landsbankanum. En jeg man þó fyrir víst, að engar slíkar till. komu frá þeim 1916–’17. (B. Sv.). Þeir eru orðnir þreyttir á að koma með þær árangurslaust). Annars er það stórgalli á brtt. á þgskj. 324, að ekki skuli vera neitt refsiákvæði, ef brotið er á móti þeim fyrirmælum, sem þar eru sett. Er ekki ólíklegt, að fyrirmælin hafi litla þýðingu, þegar hægt er að hlaupa fram hjá þeim vítalaust. En ef flm. vilja sætta sig við till. svona, þá má mjer standa á sama, þar sem jeg er á móti henni.