09.04.1921
Neðri deild: 39. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 173 í C-deild Alþingistíðinda. (2769)

83. mál, stofnun dócentsembættis

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg heyrði ekki ræðu hv. 3. þm. Reykv. (J. Þ.), en hugsa, að hún hafi ekki verið bein fyrirspurn. Það er rjett athugað, að það má líta svo á, að ekki hafi komið neinn löglegur samningur í þessa átt. En aðallega kom þetta til milli dr. Alexanders og fjárveitinganefnda beggja deilda.

Hann hafði þjónað hjer þýska konsúlatinu, og varð það að umtali við nefndina, eins og hv. þm. Dala. (B. J.) man og veit, að af því var það gert að skilyrði, að hann legði niður þau störf, er hann tæki við þessu. Var það aðallega vegna þess, ef hann átti að fá dýrtíðaruppbót fulla. Þetta varð svo samkomulag fjárveitinganefnda beggja deilda, en jeg hefi ekkert annað gert en lokið við það. Hvort sem á að telja það reglulegt, þá geri jeg ráð fyrir, að Alþingi sje bundið við það, því að maðurinn misti hitt embættið.