09.04.1921
Neðri deild: 39. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 174 í C-deild Alþingistíðinda. (2770)

83. mál, stofnun dócentsembættis

Frsm. (Bjarni Jónsson):

Jeg viðurkenni, að það er rjett, sem hæstv. forsrh. (J. M.) tók fram um fjárveitinganefndina, að hún vissi til, að kenslumálastjórnin vildi eigi veita dr. Alexander Jóhannessyni fast kennarastarf, nema hann legði niður starf sitt sem þýskur ræðismaður. Og eftir sameiginlegan fund nefndanna í þinglok varð það að samningi við hann, að hann hjeldi áfram kenslu við háskólann með sömu launum og dócentar. Mál þetta lá svo fyrir, að það varð að skera úr um það, hvort maður þessi ætti að hætta vísindastarfsemi eða hverfa burt, og var hvorugt arðvænlegt.

Hugur hans hneigðist mest að vísindastarfi hjer innanlands, og fjárveitinganefnd þótti skaði að missa manninn, svo að hún tók það ráð að ganga að þeim kjörum, eins og hæstv. forsrh. (J. M.) hefir tekið fram, að ráða hann til skólans, og þing og stjórn við það bundið.

Þar sem því ekki er eyriskostnaður við það, tel jeg sjálfsagt að samþ. frv. Að embættið verður bundið við nafn hans er bara skemtilegra fyrir manninn, og þar með er það trygt, að starfinu verður ekki haldið áfram í framtíðinni, nema hæfur maður verði til.