09.04.1921
Neðri deild: 39. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 174 í C-deild Alþingistíðinda. (2771)

83. mál, stofnun dócentsembættis

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg hefði má ske átt að biðja um yfirlýsing formanns hv. fjárveitinganefndar, en hv. þm. Dala. (B. J.) er frsm. nefndarinnar um þann kafla í fjárlögunum, er þetta heyrir undir, og því vísaði jeg til hans, enda hann málinu kunnugastur.