09.04.1921
Neðri deild: 39. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 177 í C-deild Alþingistíðinda. (2775)

83. mál, stofnun dócentsembættis

Jón Þorláksson:

Þessu frv. hefir, samkvæmt því, er nú hefir fram komið, að ófyrirsynju verið troðið upp á menta málanefnd til flutnings. Fjárveitinga nefnd hefði átt að bera það fram, ef það er rjett, að hún hafi bundið sig með loforðum. En jeg vil benda á, að þeir hv. þm., sem greiddu atkv. með fjárveitingu til þessa starfs í fyrra, eru á engan hátt skyldir að vera með stofnun nýs embættis, þó að það sje honum ætlað.

Jeg vildi ekki láta telja mig bundinn af slíku, því að það er sitthvað að veita hæfum manni styrk til einhvers starfa eða stofna nýtt, fast embætti, sem altaf verður að fylla, hvort sem hæfir menn fást til þess eða ekki. Þó að jeg hafi ekkert á móti þeim manni, sem um er að ræða, mun jeg greiða atkvæði gegn frv., því að jeg álit stefnu þess ekki heppilega, og jeg býst við, að jeg sje ekki einn um það álit.