18.03.1921
Neðri deild: 26. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 329 í C-deild Alþingistíðinda. (2959)

95. mál, lækkun dýrtíðaruppbótar

Flm. (Sigurður Stefánsson):

Aðalástæða þessarar tillögu var auðvitað í öndverðu sú, að ljetta einhverju á útgjöldum ríkissjóðs, eins og nauðsyn krefur nú. En formið á því, hvernig það yrði gert, var mjer hins vegar ekkert kappsmál. Jeg bar þó málið undir ýmsa lögfræðinga, og eins og venja er til, voru svörin hvert á móti öðru úr þeirri átt um það, hvort rjettmætt væri að fara þessa leið. Hins vegar sæti það síst á mjer að skerða rjett embættismanna, ef svo yrði litið á, að þessi till gerði það. Jeg get því horfið frá því að halda þessu máli lengra í þessu formi, einkum þar sem jeg, ásamt fleiri deildarmönnum, hefi í hyggju að bera fram breytingu á 33. gr. launalaganna, sem fer í svipaða átt, án þess að með henni verði sagt með fullum rökum, að gengið sje á rjett embættismanna.

Jeg leyfi mjer þess vegna að taka frv. aftur.

Frv. því

tekið aftur.

Frumvörp, ekki útrædd.

A. Stjórnarfrumvörp.

1. Seðlaútgáfa Íslandsbanka, alt að 12 miljónum.