07.04.1921
Neðri deild: 37. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 538 í C-deild Alþingistíðinda. (3149)

120. mál, launalög

Fjármálaráðherra (M. G.):

Það er út af fyrirspurn hv. l. þm.Reykv. (Jak.M.), hvort sama sje afstaða kennara við skóla þá, er jeg nefndi, til launalaganna, og embættismanna ríkisins. Nei, vitaskuld er það ekki, en þeir eru heldur ekki þeir einustu, sem mist hafa dýrtíðaruppbót auk þess, sem sú afstaða skiftir minstu máli.

Að jeg fúslega hafi viljað taka við launahækkun getur hv. þm. (Jak. M.) ekkert sagt um. Hann veit alls ekkert um það, þar sem jeg alls enga skoðun hefi látið í ljós í því máli. Enda kemur það ekkert þessu máli við.