07.04.1921
Neðri deild: 37. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 542 í C-deild Alþingistíðinda. (3153)

120. mál, launalög

Forsætisráðherra (J. M.):

Það er alveg víst, að í samningnum felast bæði föstu launin og dýrtíðaruppbótin, og að þeim samningi getur eigi annar aðili haggað hinum til tjóns. En 1925 er samningstíminn útrunninn, að því er uppbótina snertir, og þá hefir Alþingi frjálsar hendur. Samningurinn liggur svona fyrir, og það er eigi um annað að ræða en fara eftir skýlausum orðum hans.

Það var rjettilega tekið fram hjer í hv. deild í gær, að ef breytingin kæmist á, þá yrði afleiðingin sú, að eftir henni yrði farið, ef dýrtíðin ykist, en ekki, ef hún minkaði.