07.04.1921
Neðri deild: 37. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 543 í C-deild Alþingistíðinda. (3155)

120. mál, launalög

Fjármálaráðherra (M. G.):

það er algerlega ósatt hjá hv. 1. þm. Reykv. (Jak. M.), að jeg fari með „Prokurator-Kneb“ í þessu máli.

Hann ætti að geta skilið það, að ef loforð fyrir embættismenn um dýrtíðaruppbót liggur í 33. gr. launalaganna, liggur samskonar loforð fyrir gagnvart t. d. lýðskólakennurum í lögum nr. 33, 1918. Löggjöfin hefir sjeð sjer fært að afnema uppbótina hjá kennurum þessum, og því skyldi þá ekki vera hægt að breyta henni hjá embættismönnunum? Loforð hafa sama gildi, hverjum sem þau eru gefin, og hv. 1. þm. Reykv. (Jak. M.) er ekki of gott að halda því fram, að þetta sje „Prokurator-Kneb“, Jeg skil það vel, að hv. þm. (Jak. M.) þyki það gamaldags að gera öllum jafnhátt undir höfði, en jeg tel mjer ekki skylt, að beygja mig fyrir firrum hans.

Hjer er það, sem liggur fyrir að rannsaka, hvort loforð launalaganna er ákveðnara en loforð laganna frá 1918, og jeg leyfi mjer að efast um að svo sje.