07.04.1921
Neðri deild: 37. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 545 í C-deild Alþingistíðinda. (3158)

120. mál, launalög

Björn Hallsson:

Jeg ætla mjer ekki þá dul að fara að deila um hin lögfræðislegu atriði þessa máls, því að jeg er enginn lögfræðingur; eigi heldur skal jeg skifta mjer af því hvort málið fer í allshn. eða fjhn., enda þótt mjer sýnist, þar sem hjer er um fjármál að ræða, að það eigi heima í fjhn., en hitt mun nú samt vera venja að láta sams konar mál ganga til allshn. En það, sem kom mjer til þess að standa upp, voru nokkur ummæli háttv. þm. Dala. (B. J.), út af meinlausum aths., sem jeg gerði við ræðu hans. Hann vildi snúa orðum mínum þannig, að jeg ætti með þeim við sýslumann Dalamanna, enda þótt hann vissi fullvel, að jeg átti þar við þingmanninn. Lá sá skilningur líka beint við, þar sem þessi hv. þm. (B. J.) hafði gefið sig fram sem lögræðislegur ráðunautur nefndarinnar, og því ástæða til að ætla, að hún mætti vænta góðrar aðstoðar frá honum. Enda telur hann sig jafnan óskeikulan í dómum og ráðleggingum. Það er því hætt að koma nokkrum á óvart, þó að þessi hv. þm. (B. J.) þykist kunna skyn á öllum hlutum. Slettum þm. (B. J.) til mín um stjórnarfylgi ætla jeg ekki að svara.