04.05.1921
Neðri deild: 62. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 550 í C-deild Alþingistíðinda. (3165)

120. mál, launalög

Bjarni Jónsson:

Jeg vildi aðeins leyfa mjer að skjóta þeirri fyrirspurn til hæstv. forsta (B. Sv.), hvort embættismenn þeir og hreppstjórar, sem sæti eiga hjer í deildinni, megi greiða atkv. um þetta mál. Frv. þetta hlýtur þó að snerta þeirra eigin hag. (P. O: Þm. Dala. (B. J.) greiddi atkv. eins og aðrir um launalögin, þegar þau voru samþykt). Já, en þm. Dalamanna gerði það eftir úrskurði forseta. Hann hefir aldrei þurft að sækja ráð til þm. Borgf. (P. O.).