20.05.1921
Neðri deild: 75. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 106 í D-deild Alþingistíðinda. (3494)

141. mál, löggilding baðlyfs

Atvinnumálaráðherra (P. J.):

Jeg vil vara hv. deildarmenn við því að vera langorða um baðlyf. Jeg hefi eytt hálfum og heilum dögum í umræður um þau á fundum, þó ekki hjer á þingi, en aldrei vitað til þess, að menn hafi orðið sammála um, hvert baðlyf væri best. Það er svo sem auðvitað, að stjórnin getur ekki farið í bága við tillögur dýralæknis í þessu efni. Annað er nær til að losna við dýralækninn og losa stjórnina við vandræði, en það er að breyta lagagreininni og gera það alveg frjálst, hver baðlyf nota skuli. Það er þinginu heimilt. En hitt er óhugsandi, að stjórnin fari í bág við fagmenn í þessu efni. það er þá þingmeirihl., sem löggildir baðlyfin.