19.02.1921
Efri deild: 4. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 210 í B-deild Alþingistíðinda. (408)

35. mál, lífeyrissjóður barnakennara

Fjármálaráðherra (M. G.):

Þar sem frv. þetta er svo að segja með sama sniði og frv. um lífeyrissjóð embættismanna, þá get jeg orðið mjög skammorður.

Frv. er að mestu leyti eins og uppkast það, sem var sent stjórninni af fræðslumálastjóra. Þó er hjer ekki gert ráð fyrir að ekkjum eða börnum kennara verði greiddur nokkur styrkur úr ríkissjóði. Sá stjórnin sjer ekki fært að binda ríkissjóði þyngri bagga af fræðslumálum barna en þegar er orðið.

Það virðist einsýnt, að breytingar þær, sem hjer eru á orðnar, horfa til bóta. Mega kennarar heita vel haldnir í þessu efni, og betur en embættismenn, þar sem styrktarsjóður þeirra er nú orðinn 50.000 kr., eða jafnstór sjóði embættismanna, þótt þeir sjeu fleiri en kennarar.