06.03.1925
Neðri deild: 27. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2505 í B-deild Alþingistíðinda. (1617)

74. mál, slysatryggingar

Flm. (Jón Baldvinsson):

Ef það felst í orðum hæstv. atvrh. (MG), að jeg hafi viljað flýta fyrir þessu frv. í hv. allshn., en aftur tafið önnur mál, þá er það rjett að því leyti, að jeg hefi talið rjett, að þetta mál fengi sem fljótasta afgreiðslu, en hinu vísa jeg algerlega á bug, að jeg tefji mál, sem jeg er andvígur, í nefndinni. Jeg skal ekki fara frekar út í þetta, en geta má þess, að mjer hefir fremur verið legið á hálsi fyrir það að vilja afgreiða of fljótt þau mál, sem jeg er ekki hlyntur, heldur en hitt, að liggja á þeim.