03.04.1925
Neðri deild: 50. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2582 í B-deild Alþingistíðinda. (1649)

74. mál, slysatryggingar

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg vildi aðeins mæla með 7. brtt. á þskj. 226, um að heimilt sje stjórn sjóðsins að víkja frá úthlutunarreglunum, ef sjerstaklega stendur á. Jeg er henni samþykkur, eins og jeg tók fram við 2. umr. Skilst mjer, ef hún er samþykt, sem óþörf sje brtt. á þskj. 201, þótt hún geti að vísu staðist. Út af síðustu brtt. á þskj. 214 skal jeg taka það fram, að jeg skil hana sem heimild til að undanþiggja tryggingu þá starfsemi, er sýnt er um, að kostnaðurinn og fyrirhöfnin við hana standi ekki í rjettu hlutfalli við væntanlega tryggingu eða áhættuna. Ef hv. nefnd mælir ekki gegn þessari skoðun, þá tel jeg hana samþykka,

Vil jeg svo ekki blanda mjer frekar inn í þessar umræður.