11.05.1925
Efri deild: 74. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 3183 í B-deild Alþingistíðinda. (1952)

60. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. (Eggert Pálsson):

Jeg þarf ekki að halda langa framsöguræðu fyrir máli þessu.

Eins og kunnugt er, báru hv. þm. N.- M. fram frv. um breytingu á kosningalögunum í fyrra. Fór það til Ed. og var afgr. þaðan til stjórnarinnar með rökstuddri dagskrá. Nú hefir frv. þetta aftur verið borið fram á þessu þingi, en hefir tekið allmiklum stakkaskiftum. Hafa verið feld niður þau ákvæði, er einkum öllu ágreiningi, svo sem um skiftingu kjördæma og kjördag. Það eina ákvæði, sem eftir er, hyggjum vjer, að menn geti orðið sammála um. Er það á þá leið, að 3—4 kjörstaðir megi vera í stórum hreppum og skuli sýslunefnd hafa úrskurðarrjett um það eftir ósk hreppsbúa. Útgjöld myndu nokkur leiða af þessu fyrir sjálfa sveitarsjóðina, ef kjörstöðunum er fjölgað. Og má ætla, að sá útgjaldaauki sje nægilegur hemill, svo að eigi þurfi að óttast, að ákvæðinu verði beitt um skör fram.