11.05.1925
Efri deild: 74. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 3184 í B-deild Alþingistíðinda. (1953)

60. mál, kosningar til Alþingis

Forsætisráðherra (JM):

Þegar mál þetta var til umr. hjer í fyrra, var einkum um það deilt, hvort breyta skyldi um kjördag eða jafnvel hafa tvo kjördaga, og þessu til athugunar var málinu vísað til stjórnarinnar. Stjórnin gat ekki álitið, að rjett væri að hafa tvo kjördaga, og vildi ekki heldur víkja frá núgildandi ákvæðum um kjördag. Jeg skal játa það, að hentugt gæti verið fyrir suma að hafa kjördag fyr á árinu, en það gæti komið sjer óþægilega fyrir fólk í kaupstöðum. Jeg sá mjer því ekki fært að koma fram með breytingar í þessa átt.