13.05.1925
Neðri deild: 79. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 754 í D-deild Alþingistíðinda. (3433)

136. mál, starfsemi erlendra vátryggingarfélaga hér á landi

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg þarf ekki að segja nema örfá orð, úr því að hv. fyrirspyrjandi gerir ekki frekari kröfur. Jeg hefi ekki neitt á móti því að rannsaka málið til næsta þings og leggja þá fram skýrslu um rannsóknina. Þá hefi jeg svarað hv. þm. (BJ) því, sem hann bað um.

Jeg vil aðeins geta þess, að eftir það, að þessi fyrirspurn kom fram, komu til mín tveir tryggingarfróðir menn og sögðu, að ýmislegt í umræddu brjefi væri bygt á misskilningi. Jeg svaraði þeim því, að jeg hefði ekki tíma til að setja mig inn í málið að sinni, en skyldi rannsaka það síðar. Og nú hefi jeg lofað, að sú rannsókn skuli fram fara fyrir næsta þing.