13.05.1925
Neðri deild: 79. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 755 í D-deild Alþingistíðinda. (3434)

136. mál, starfsemi erlendra vátryggingarfélaga hér á landi

Fyrirspyrjandi (Bjarni Jónsson):

Jeg er alveg ánægður með svör hæstv. atvrh. (MG). Vitanlega fer jeg ekki fram á annað nú en það, sem jeg sagði í upphafi, að rannsókn verði hafin. En viðvíkjandi þeim tveim mönnum, sem vildu afsaka Danina og vefengja brjefið, sem jeg mintist á, vil jeg drepa á, að mjer er kunnugt um mann einn sem hafði fult umboð frá Lundúnum, eftir því sem fyrirskipað er í íslenskum lögum. En hann varð að fara til Danmerkur til þess að fá leyfi til að fá iðgjöldin borguð í íslenskum krónum. Jeg skil nú ekki, hvaða leið liggur um Danmörk frá Lundúnum til þess að fá að láta íslenskar krónur liggja í íslenskum bönkum.