13.03.1926
Neðri deild: 30. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1532 í B-deild Alþingistíðinda. (1102)

67. mál, veðurstofa

Frsm. (Ólafur Thors):

Jeg skal taka það fram, að nefndin mun ekki gera ágreining út af gjaldinu fyrir veðurskeytin, úr því að hæstv. atvrh. vill heldur, að það renni til landssímans, og mun því nefndin sætta sig við, að svo sje. En hún biður þó athugað, að veðurstofan semur skeytin og á því nokkra kröfu til andvirðis þeirra.