13.03.1926
Neðri deild: 30. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1532 í B-deild Alþingistíðinda. (1103)

67. mál, veðurstofa

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg skal leyfa mjer að benda á, að tekjurnar af skeytunum eru „brúttó“ tekjur, en talsverður kostnaður við að smala þeim saman frá veðurstöðvum úti um land og senda þaut hingað. Landssíminn á því einnig kröfu til þessa fjár, en það verður óþarft að þrátta um þetta, úr því að nefndin fellur frá kröfum sínum um þetta fje.