26.03.1926
Efri deild: 38. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1541 í B-deild Alþingistíðinda. (1115)

67. mál, veðurstofa

Forsætisráðherra (JM):

Jeg hvorki þarf að bæta við rök háttv. þm. Vestm. um nauðsyn þessa máls, nje ætla að gera það. En mjer þykir rjett að lýsa ánægju minni yfir því, að þetta mál er nú svo langt komið, að víst má telja, að það gangi fram. Jeg hefi áður á þingi reynt að vekja menn að koma upp slíkri veðurstofu, sem gæti sagt nokkuð fyrir um veður. Þó að þær spár nái skamt fram í tímann, geta þær verið mjög mikilsverðar fyrir sjávarútveginn. Það gleður mig, að augu manna eru nú að ljúkast upp fyrir nauðsyn þessa máls, og sömuleiðis, að fjárframlagið er nú sæmilegt.