22.02.1926
Efri deild: 11. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1619 í B-deild Alþingistíðinda. (1239)

32. mál, bæjargjöld í Vestmannaeyjum

Flm. (Jóhann Jósefsson):

Frv. á þskj. 39 hefi jeg leyft mjer að bera fram samkv. ósk bæjarstjórnarinnar í Vestmannaeyjum, eins og greinargerðin ber með sjer. Um leið og bærinn færðist það í fangað taka að sjer hreinsun á sorpi og salernum í bænum, þótti rjett að sjá bæjarsjóði fyrir tekjuauka til að standast kostnað við þessi verk. Þetta frv. hefir verið rætt í bæjarstjórn Vestm. og er afgreitt af henni til að leggjast fyrir hið háa Alþingi. Það er ekki gert ráð fyrir eins háu gjaldi og t. d. í Reykjavík. Gjaldið í Reykjavík er breytilegt, eftir því, hvort um hús eða lóðir er að ræða. En við höfum farið þá leið, að hafa eitt gjald fyrir hvorttveggja, lóðir og hús.

Skal jeg svo ekki fjölyrða um málið, en vænti þess, að háttv. deild leyfi málinu að fara til allshn.umr. lokinni.