29.04.1926
Efri deild: 62. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 174 í C-deild Alþingistíðinda. (2007)

57. mál, einkasala á tilbúnum áburði

Atvinnumálaráðherra (MG):

Þetta frv. var upphaflega borið fram af einum hv. þdm. í Nd., en breyttist svo mikið í meðferðinni þar, að tilhlutan hv, landbn., að segja má, að það sje að mestu hennar verk.

Býst jeg við, að hv. þdm. sje kunnugt af styr þeim, sem stóð um málið í Nd., hvaða ástæður liggja til þess, að frv. er fram komið, enda held jeg, að landbn. beggja deilda hafi eitthvað um það fjallað í sameiningu, svo þess vegna ætti að vera óþarft að vísa því til nefndar, en þó má vera, að einhverjum virðist, að það sama gildi um það og næsta mál á undan, set jeg mig ekkert á móti því.