10.05.1926
Neðri deild: 75. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 749 í C-deild Alþingistíðinda. (2325)

39. mál, stöðvun á verðgildi íslenskra peninga

Fjármálaráðherra (JÞ):

Þessi dagskrá, sem nú er fram komin, er í samræmi við það, sem jeg ljet í ljós í upphafi umræðna um þetta mál. Þá sagði jeg, að mjer fyndist, að hækkunar- og stýfingarmenn ættu að geta verið sammála um að halda því gengi, sem nú er á krónunni, fyrst um sinn. Þessvegna hefi jeg ekkert að athuga við innihald þessarar dagskrár. Auðvitað geta komið fyrir ástæður, sem verða þess valdandi, að þessum aðiljum, ríkisstjórn, bönkum og gengisnefnd, verði um megn að halda gengi íslenskrar krónu föstu eða sveiflulitlu. En jeg er fús á að taka við þeim tilmælum til stjórnarinnar, sem í dagskránni felast, að beina starfskröftum í þá átt, að hindra gengissveiflur til næsta þings.