10.05.1926
Neðri deild: 75. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 784 í C-deild Alþingistíðinda. (2347)

39. mál, stöðvun á verðgildi íslenskra peninga

Frsm. minni hl. (Ásgeir Ásgeirsson):

Aðeins að síðustu örfá orð fyrir hönd minni hl. fjhn. viðvíkjandi dagskrártill. Henni hefir nú talsvert verið breytt til bóta með brtt. hv. 2. þm. Rang. (KlJ), og er hún nú skýrari að orðalagi en áður, það er auðsjeð af orðum hv. 2. þm. G.-K. (ÓTh) og háttv. 3. þm. Reykv. (JakM), að þeir leggja í dagskrána þann skilning, að hún bindi stjórnarvöldin við að halda núverandi gengi. Þetta verður bersýnilegt af því, að sumir þeir, sem ákveðið fylgja verðfestingu krónunnar, teljast þó geta fallist á dagskrána.

Jeg tek þó frv. fram yfir hana. Dagskráin er aðgengileg að því leyti, að hún er ákveðinn ósigur þeirra, sem fylgja hækkunarstefnunni. Hún er einnig mikill ósigur og aðhald fyrir stjórnina. En þó væri rjettara að afgreiða málið í því formi og víkja í engu frá því, sem skynsamleg aðferð til festingar krónunnar hentar.