14.05.1926
Sameinað þing: 7. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 333 í D-deild Alþingistíðinda. (3090)

121. mál, þúsund ára hátíð Alþingis

Flm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Sameinað Alþingi hefir kosið þessa nefnd. Það væri ofríki af heilum flokki að vilja ekki taka sæti í nefnd, sem kosin er af meiri hl. sameinaðs Alþingis og skipuð er til þess að gera 1000 ára hátíð Alþingis sem veglegasta. Vona jeg því, að hæstv. forseti (JóhJóh) skorist ekki undan því að taka sæti í nefndinni og taka á sig starf, sem sameinað, Alþingi hefir kosið hann til og sýnt honum þar með traust, þótt þeir, sem kusu hann, sjeu úr öðrum flokki. Sömu tilmælum vildi jeg beina til þeirra, sem kosnir eru úr öðrum flokkum en þeim, sem kosið hafa.