14.05.1926
Sameinað þing: 7. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 334 í D-deild Alþingistíðinda. (3091)

121. mál, þúsund ára hátíð Alþingis

Fjármálaráðherra (JÞ):

Íhaldsflokkurinn hefir ekki skorast undan því að gera hátíðina 1930 sem veglegasta. Hann hefir þvert á móti gert nauðsynlega byrjun og hefir með till., sem hjer kom til umr., sýnt áhuga á því að taka þátt í því starfi. En það eru hv. flm. þeirrar till., er samþykt var, sem sagt hafa sundur friðnum. Þeir hafa orðað till. svo, að hún sparkar í burt hæfum mönnum, sem stjórnin hefir falið að undirbúa þetta verk, mönnum, sem að vísu eru ekki neinir stjórnmálamenn, en aftur á móti miklir kunnáttumenn á þessu sviði.

Það hefir alls ekki verið leitað samkomulags við Íhaldsflokkinn um þessa nefndarskipun, og getur því hv. þm. ekki gefið öðrum sök á þeirri sundrung, sem hjer er orðin.