14.05.1926
Sameinað þing: 7. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 335 í D-deild Alþingistíðinda. (3093)

121. mál, þúsund ára hátíð Alþingis

Fjármálaráðherra (JÞ):

Það er alveg misskilningur hjá hv. þm. (ÁÁ), að hjer sje verið að skirrast við að fylgja ákvörðunum þingsins. En það er ekki venja að kjósa aðra menn í slíkar nefndir en gefið hafa loforð sitt um að taka við kosningu. Þó hefir hjer verið vikið frá þessu. En það kemur ekki til mála að kalla það uppreisn gegn samþyktum Alþingis, þó að þingflokkur skili auðum seðlum við kosningar. Það er alvanalegt. Oft hafa heilir þingflokkar skilað auðu við forsetakosningar, og það er langt frá því, að það hafi verið talið uppreisn.