14.05.1926
Sameinað þing: 7. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 336 í D-deild Alþingistíðinda. (3095)

121. mál, þúsund ára hátíð Alþingis

Sigurður Eggerz:

Jeg skal geta þess, að jeg hefi engan þátt átt í undirbúningi þessa máls.

A-listinn var kosinn með miklum þorra atkvæða. Enginn, sem á þeim lista stóð, hreyfði áður en kosning fór fram, mótmælum gegn því, að hann væri settur á listann, og ekki heldur hæstv. forseti. Jeg tel því, að þessi mótmæli, sem nú koma á eftir, sjeu of seint fram komin. Undir öllum kringumstæðum er nú sú kosning, sem fram er farin, fullgild, og verður ekki gert frekara í því máli.