11.05.1926
Neðri deild: 76. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 359 í D-deild Alþingistíðinda. (3106)

84. mál, þjóðaratkvæði um þinghald á Þingvöllum

Jakob Möller:

Að gömlum og góðum sið ætla jeg að gera grein fyrir atkvæði mínu. Mjer finst hv. flm. (SvÓ) fara rangt að. Fyrst hefði þurft að fara fram 1. þáttur þessa máls, áður en þessi till. kom fram, að rannsaka, hvað kostaði að flytja þingið.

Eins og málið nú liggur fyrir og yrði lagt undir atkvæði þjóðarinnar, gæti farið svo, að þjóðin vildi flytja þingið. Gæti þá farið svo, að þingið neyddist til þess að ganga þvert á móti yfirlýstum vilja þjóðarinnar, sem það má alls ekki eiga á hættu að láta sig henda. Jeg vil því láta rannsaka, hvort fært sje að ráðast í þetta, áður en til mála geti komið, að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Verð jeg því að greiða atkv. móti till.