09.03.1926
Neðri deild: 26. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 866 í B-deild Alþingistíðinda. (315)

11. mál, raforkuvirki

Klemens Jónsson:

Jeg álít, að brtt. hv. Ed. á 4. gr. frv. sje til mikilla bóta. Jeg er viss um það, að enginn fer að leggja í þann kostnað að reisa raforkustöð, ef hann má undir eins eiga það á hættu, að sveitarfjelagið komi og segi: „Nú tökum við þetta fyrirtæki eignarnámi.“ En við því má búast, að svo geti farið, ef brtt. á þskj. 63 er samþykt. Varatillagan er dálítið skárri, en jeg felli mig þó vel við að hafa takmarkið 4/5 eins og í frv. er. Þá er fyrst full trygging fyrir því, að einstakir menn noti sjer heimildina og geti haft von um arð af fje sínu.