09.03.1926
Neðri deild: 26. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 867 í B-deild Alþingistíðinda. (318)

11. mál, raforkuvirki

Magnús Jónsson:

Jeg vil skjóta því til þeirra hv. þm., sem börðust svo vel fyrir því áðan að halda í útlendu orðin, að ef þeir vilja vera sjálfum sjer samkvæmir, ættu þeir nú að bæta inn í fyrirsögn frv. þessa „Elektrisk Anlæg“ eða einhverju slíku, í svigum, á eftir „raforkuvirki“.

Yrðu þá, ef þessari reglu er haldið, fyrirsagnir íslenskra laga hin fróðlegasta orðabók yfir útlend mál.