09.03.1926
Neðri deild: 26. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 868 í B-deild Alþingistíðinda. (321)

11. mál, raforkuvirki

Frsm. (Jón Kjartansson):

Jeg vil benda hv. 3. þm. Reykv. (JakM) á það, að þar sem hann vitnaði í stjórnarakrána, þá er það ekki rjett. Heimild sú, er stjórnarskráin ákveður, fæst aðeins með lögum, er Alþingi setur, en hjer eru það sveitarstjórnir, sem eiga að hafa úrskurðarrjett.