09.03.1926
Neðri deild: 26. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 868 í B-deild Alþingistíðinda. (322)

11. mál, raforkuvirki

Jakob Möller:

Það er engin mótsögn í því, sem jeg sagði, því að þótt gefa þurfi heimild til þess að gera eignarnám, þá er gengið á móti reglunni, ef bannað er með lögum að gera eignarnám. Ákvæði frv. þessa ganga því í berhögg við anda stjórnarskrárinnar. (Forseti: Átti að skilja hv. 3. þm. Reykv. (JakM) svo, að frv. þetta væri brot á stjórnarskránni?). Nei.