09.03.1926
Neðri deild: 26. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 868 í B-deild Alþingistíðinda. (323)

11. mál, raforkuvirki

Jón Baldvinsson:

Þetta tilfelli er alls ekki víst, að komi til, en menn gætu t. d. gert samninga um að útvega einhverju sveitarfjelagi orku til ljóss og hita o. fl., en síðar gætu orðið ýmsar breytingar og framkvæmdir, sem gerðu það að verkum, að sama sveitarfjelag gæti átt kost á ódýrari orku úr annari átt bæði til ljósa, hitunar, iðnaðar o. s. frv. Maður gæti t. d. hugsað sjer virkjun Sogsfossanna; hvílíkur þröskuldur þessi lög geta orðið fyrir sveitarfjelag, sem vildi fá orku þaðan. Væri ekki rjettara að láta lögin vera þannig, að sveitarfjelögin gætu náð þessum stöðvum í sínar hendur hvenær sem er, ef þess þyrfti við, án þess að aðrir hefðu neinn skaða af því?