17.05.1927
Neðri deild: 77. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2252 í B-deild Alþingistíðinda. (1742)

18. mál, laun skipherra og skipverja á varðeimskipum ríkisins

Klemens Jónsson:

Jeg hefi ekki skrifað undir þetta nál. meiri hl. fjhn. Er það ekki af því, að jeg hafi neitt sjerlegt að athuga við þetta frv. eins og það liggur fyrir. Þvert á móti verð jeg að telja, að þessi laun, sem ákveðin eru skipherrum og öðrum á varðskipunum, sjeu við hæfi. Ástæðan fyrir því, að jeg hefi ekki skrifað undir nál., byggist á því, að jeg var á móti frv., sem búið er að gera að lögum áður, sem sje að gera alla skipverja, skipherra, kyndara og hverju nafni sem þeir nefnast, að sýslunarmönnum ríkisins. — Jeg greiddi atkv. á móti 1. gr. þess frv. þegar málið var til 2. umr. Og af því að jeg felli mig ekki við málið í heild, gat jeg ekki gengið inn á þetta frv. yfirleitt, en hefi þó eiginlega ekkert við það að athuga, úr því að hitt frv. er orðið að lögum.