15.03.1927
Neðri deild: 30. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1074 í C-deild Alþingistíðinda. (2924)

72. mál, fiskimat

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Jeg ætla aðeins að spyrja hv. sjútvn., hvort hún sje því ekki samþykk, að málið verði tekið af dagskrá í dag, þar sem komin er fram brtt., sem fer fram á gagngerða breytingu á frv. og erfitt að átta sig á henni í skjótri svipan, enda er henni fyrst útbýtt nú á fundinum. Í öðru lagi er frv. flutt af sjútvn. aðeins sem ákvæði til bráðabirgða, og vil jeg því fá tækifæri til þess að ræða málið nánar við nefndina. Þótt málið verði tekið út af dagskrá nú, sje jeg enga hættu á því, að það dagi uppi, þar sem hjer er ekki um neinn stórvægilegan lagabálk að ræða og enn er langt til þingloka. Jeg vona, að nefndin taki þetta til greina og leyfi mjer svo að ræða við sig um málið.