31.03.1927
Neðri deild: 43. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1143 í C-deild Alþingistíðinda. (2953)

72. mál, fiskimat

Jón Auðunn Jónsson:

* Hv. 3. þm. Reykv. sagði, að það væru ólíkar fiskitegundir, sem veiddar væru á ýmsum stöðum á landinu. Þetta á náttúrlega við um línufisk og togarafisk. En jeg get ekki fallist á, að nokkur munur sje á togarafiski, sem veiddur er á sömu slóðum, hvort sem hann er verkaður í Reykjavík eða á Vestfjörðum. En matið er ólíkt á ýmsum stöðum. Því eiga kaupendur svo bágt með að átta sig á, hvaða fiskur það er, sem þeir kaupa.

*Ræðuhandr. óyfirlesið af þm.