18.05.1929
Efri deild: 75. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1548 í C-deild Alþingistíðinda. (3106)

68. mál, háskólakennarar

Forseti (GÓ):

Samkvæmt 54. gr. þingskapanna þarf leyfi hæstv. stj. og samþykki ¾ þd. um afbrigði. Jeg lít því svo á, að ekki þýði neitt að bera þetta undir hv. deild, með því að hæstv. dómsmrh. hefir synjað um afbrigði fyrir stj. hönd.

Frv. var ekki á dagskrá tekið framar.