15.04.1930
Sameinað þing: 8. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 133 í D-deild Alþingistíðinda. (3429)
327. mál, lóðir undir þjóðhýsi
Forseti (ÁÁ):
Mér hefir borizt skrifleg brtt. við viðaukatill. á þskj. 510, svo hljóðandi:
„Upphaf viðaukatill. skal orða svo: Ennfremur lætur Alþingi í ljós, að rétt sé, að ríkisstj., gegn væntanlegri heimild eftir á, festi kaup á o. s. frv.“
Mun ég leita leyfis til afbrigða frá þingsköpum, til þess að till. þessi megi koma til umr. og atkvgr.