23.07.1931
Neðri deild: 10. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 163 í C-deild Alþingistíðinda. (2225)

69. mál, útvarp

Jónas Þorbergsson:

Ég ætla aðeins að minnast á það, sem hv. þm. sagði, að ég hefði misskilið. Mér skildist, að hv. flm. héldi því fram, að ríkisrekstur væri varhugaverðari vegna tíðra breytinga á tækjunum, en það er einmitt orsökin til þess, að almenningur fylgist ekki nógu vel með í þessu efni. Ég get alls ekki samþ., að málið væri betur tryggt, ef hans ráðum væri fylgt og enginn sérfræðingur látinn fjalla um þetta. Orðið kunnáttumenn, sem í frv. stendur, er teygjanleg og bætir ekki aðstöðu hv. þm.