13.08.1931
Neðri deild: 28. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 212 í C-deild Alþingistíðinda. (2250)

70. mál, dragnótaveiðar í landhelgi

Forseti (JörB):

Mér hefir borirt svofelld áskorun:

„Undirritaðir þingdeildarmenn krefjast þess hér með, að forseti leiti atkvæða um, að umr. um frv. til l. um breytingar á lögum nr. 55, 7. maí 1928, verði tafarlaust slitið og málið látið ganga til atkvgr.

Alþingi, 13. ágúst 1931.

Jónas Þorbergsson. Bernharð Stefánsson. Vilm. Jónsson, Steingrímur Steinþórsson. Ing. Bjarnarson. Sveinbjörn Högnason“.

Ég mun bera þetta undir atkv. En einn þm. hefir kvatt sér hljóðs, og tel ég rétt, þótt þessi krafa verði samþ., að hann fái að taka til máls. (JJós: Ég get þá fallið frá orðinu).