30.04.1938
Efri deild: 58. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 683 í B-deild Alþingistíðinda. (968)

23. mál, byggingarsamvinnufélög

*Frsm. (Páll Hermannsson):

Í þessu frv. er steypt saman tveimur I. um byggingarsamvinnufélög, þ. e. l. nr. 71 frá 1932 og 1. nr. 41 frá 1933. Auk þess eru hér gerðar nokkrar breytingar frá ákvæðum núgildandi l., sem ég skal nefna þær helztu.

Fyrst er sú breyting, að það er gert ráð fyrir, að framvegis verði aðeins eitt byggingarsamvinnufélag með réttindum eftir l. um byggingarsamvinnufélög í hverjum kaupstað, þar sem slíkur félagsskapur er. En nú er það svo eftir gildandi l., að þau mega vera fleiri. Þetta fyrirkomulag, sem hér er gert ráð fyrir, þykir heppilegra, og ég verð líka að lita svo á, vegna þess að þá má búast við áframhaldandi starfsemi slíks félagskapar og meiri vaxtarmöguleikum heldur en ef smáfélög risa upp í þessu augnamiði og leggjast svo niður, um leið og fullnægt hefir verið þörfum ákveðins hóps manna, sem í þeim eru.

Í öðru lagi er gert ráð fyrir, að slík byggingarsamvinnufélög í kaupstöðum skuli vera í deildum, þannig að þeir, sem hafa sameiginlega sérhagsmuni eru í lánaflokki saman, séu deild í félaginu út af fyrir sig.

Í þriðja lagi er gert ráð fyrir, að ákveðið gjald, sem nú á eftir 1. að renna í stofnsjóði byggingarsamvinnufélaganna, skuli falla niður, sem sé 1 kr. af hverjum þúsund kr. af kostnaðarverði byggingar. Þetta ákvæði er óþarft, vegna þess að fyrst og fremst er gert ráð fyrir, að félagsmenn myndi í stofnsjóði inneign sína, sem gengur til bygginga og ekki má vera minni en 1/5 hluti af andvirði þess húsnæðis, sem ákveðið verður að koma upp fyrir þá hvern fyrir sig, og í öðru lagi er það óþarft vegna þess, að með öðrum ákvæðum frv. er séð fyrir fé til að greiða kostnað við stjórn byggingarsamvinnufélagsskaparins.

Þá er loks gert ráð fyrir því, að framvegis verði þeir tekju- og eignaminni menn látnir sitja fyrir þeim hlunnindum, sem þessum félagsskap yrðu veitt. Þetta er tekið fram í D-lið 7. gr. frv., en þó er þannig gengið frá því, að svo er að sjá sem þessara hlunninda geti orðið aðnjótandi allir þeir, sem ætla má, að hafi einhverja þörf fyrir þær réttarbætur, sem þetta frv. veitir.

Á síðasta þingi var breytt samvinnul. nr. 36 frá 1921 og meginmál samvinnul. frá 1921 var fellt inn í það lagafrv., sem þá var samþ. Í þessu frv., sem hér liggur fyrir, er vitnað í samvinnul., og þau eru kölluð 1. nr. 36 frá 1921. En þetta er ekki svo. Samvinnul., sem nú gilda, eru l. nr. 46 frá 1937. Hv. Nd. hefir sézt yfir þetta, og í frv. er vitnað í l. frá 1921, sem er rangt.

Allshn. hefir athugað þetta frv. og leggur til. að það verði samþ. með þeirri breyt., sem hún flytur. Hv. Nd. samþ. frv. mótmæla- og mótatkvæðalaust. En allshn. þessarar d. leggur aðeins til, að breytt sé nokkrum gr. frv., þannig að tilvitnunin í samvinnul. sé rétt. Og vegna þess að þessa breyt. verður að gera á frv., hefir n. auk þess lagt til í nál. sínu, að niðurlagi 8. gr. frv. verði breytt að orðalagi; en það er ekki efnisbreyt. Aðeins er hér fært til betra og viðfelldnara máls.

Ég held, að ég þurfi ekki að fjölyrða meira um þetta frv., en allshn. leggur til, að það verði samþ. með þeim breyt., sem eru í áliti n. á þskj. 369.