22.05.1942
Efri deild: 66. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 781 í B-deild Alþingistíðinda. (2331)

144. mál, Eyri við Ingólfsfjörð

*Árni Jónsson:

Ég er alveg sammála hv. 2. þm. S.-M. um, að það er óheppilegt og óviðeigandi, að mál skuli bera að eins og þetta mál, en við vitum vel og hv. 2. þm. S.- M. manna bezt, sem hefur setið á þingi upp undir aldarfjórðung, að það er ekkert einsdæmi, að mál séu afgr. á þennan hátt. Hins vegar finnst mér þetta mál liggja svo óvenjulega ljóst fyrir, að ekki sé vandi að greiða atkv. um það. Ég vil þó ekki vera að telja fram hagsmuni þeirra manna, sem vilja kaupa þetta land, heldur þeirra, sem vilja selja. Hér liggur fyrir fundargerð hreppsn. Eyrarhrepps, þar sem samþ. er að selja þessa eign, eins og frv. gerir ráð fyrir. Ég held því, að ekki sé frekar ástæða að vera óánægður yfir, að þetta mál ber svona að hjá ekkur en svo mörg önnur mál, sem við verðum að afgr. á svipaðan hátt, og ég get vel greitt atkv. með því hiklaust.