15.04.1942
Neðri deild: 35. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 171 í C-deild Alþingistíðinda. (510)

79. mál, þjóðfáni Íslendinga

Flm. (Haraldur Guðmundsson):

Á siðasta þingi var lagt fram af stj. frv. um þjóðfána Íslendinga. Þessu frv. var vísað til allshn., sem tók málið til rækilegrar athugunar og lagði til, að því yrði nokkuð breytt, en það náði ekki fram að ganga.

Þetta frv. er borið fram eins og allshn. gekk frá því á síðasta þingi, og með því er prentað meginmál grg. stj. og nokkuð af áliti allshn. frá síðasta þingi.

Ég hygg, að það orki ekki tvímælis, að ekki megi dragast lengur að setja heildarákvarðanir. ekki aðeins um gerð, heldur líka um notkun þjóðfánans og annað, sem meðferð hans varðar. Málið var rætt allrækilega á síðasta þingi, og læt ég nægja að til þess, en legg til, að frv. verði an lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og allshn.