12.01.1943
Neðri deild: 30. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 115 í B-deild Alþingistíðinda. (281)

89. mál, innflutningur og gjaldeyrismeðferð

Einar Olgeirsson:

1 nál. er sérstaklega tekið fram, að ég hafi óbundnar hendur um ákvæði 1. gr. frv. Ég býst við, að nauðsynlegt sé, að þau ákvæði séu nokkuð rædd nú við þessa 2. umr., af því að það kom fram við 1. umr., að eðlilegt væri að láta það þá bíða. Samt heyrðist mér á sumum, sem töluðu þá af hálfu fl., að þeir væru a.m.k. í talsverðum efa um, að það væri rétt stefna, að stj. skipaði þá n., sem hér er gert ráð fyrir að setja á stofn, án þess að þ. hefði þar nokkra íhlutun. Allir þm. eru sammála um, að vald þessarar n. sé meira en nokkurrar annarrar n., sem sett hafi verið á stofn hér á landi. Hún fær rétt til að ákvarða um innflutning og verðlag á öllum vörum, sem til landsins eru fluttar. Það þýðir ekki eingöngu það að ákveða verðlag á nauðsynjavörum, það þýðir líka, hvað af atvinnuvegunum skuli fá hráefni og hvað mikið og hverjir skuli ganga fyrir, hverjir skuli sitja á hakanum o.s.frv. Skipakostur virðist nú vera lítill, og þó að menn voni, að þar rætist úr, má telja líklegt, að þessi n. hafi í hendi sér að miklu leyti að ákveða, hvernig atvinnuafkoma fjölda landsmanna verður. Nú hefur stj. að vísu með heimildum 4. gr. vald til að ákveða mjög mikið af þessu sjálf, og get ég ekki betur séð en að stj. geti í sambandi við þá reglugerð komið fram mestu eða öllu af því, sem er framkvæmdaatriði, í sambandi við þessa reglugerð. Enn fremur er vitanlegt, að stj. mundi alltaf, þó að þ. kysi t.d. fjóra menn í n., en stj. formann og starfsmenn, hafa aðaláhrifin á framkvæmdina. Það eina, sem væri breytt hér, væri þá það, að fjórir menn væru skipaðir með sérstöku tilliti til þess, að þetta ráð tæki alhliða tillit til þarfa landsmanna í þessu sambandi.

Ég er á því, að það sé alls ekki sérstaklega heppilegt, þegar verið er að kjósa valdamikil ráð eins og þetta, að hinar og þessar stofnanir í landinu fái að ráða þar um val einstakra manna. Það var svo með gjaldeyrisn., að þar fékk bæði verzlunarráðið og Sambandið að ákveða um val manna, og þannig var það einnig með dómnefnd í verðlagsmálum. Það hefur líka orðið svo, að n. sem skipaðar hafa verið eftir slíkum tilnefningum, hafa alls ekki reynzt vel. Ef við eigum að tilnefna þann aðila, sem eigi að hafa ákvörðunarréttinn um skipun slíkra valdamikilla n. og ráða, þá er það Alþ., vegna þess að þar eru menn, sem almenningur hefur kosið, hefur aðgang að og getur gagnrýnt og hefur rétt til að breyta um á víssum tímum, ef honum þóknast, en aftur er ómögulegt fyrir almenning að ná á sama hátt til stofnana eins og ég nefndi, Sambandsins og Verzlunarráðsins. Valdssvið eins og þetta heyrir beinlínis undir það, sem eðlilegt er, að Alþ. hafi með að gera. Það þótti sjálfsagt í sambandi við síldarverksmiðjur ríkisins, þar sem stórmikið af framleiðslulífi þjóðarinnar er tekið undir opinbert eftir lit, að stj. og þ. hefðu áhrif á skipun slíkrar stofnunar. Um það hefur verið deilt, hversu vel það hafi tekizt, en það er þó sá eðlilegi aðili til að hafa áhrif á, hverjir færu með þetta vald. Og hvað þetta viðskiptaráð snertir, þá finnst mér eðlilegt, að þ. hafi nokkur áhrif á, hvernig það er skipað. Mér finnst misskilningur, að með því að þ. láti stj. skipa ráðið eina, þá komi það af sér allri ábyrgð, stj. taki hana alla á sig með því að ráða ein skipun ráðsins. Ef Alþ. felur stj. að skipa ráðið, tekur þ. á sig ábyrgðina af þeirri skipun með því að fela stj. það, sem Alþingi ber ábyrgð á og getur ráðið sjálft. Ég held, að nauðsynlegt sé, að hv. þm. geri sér ljóst, að hv. þm. skjóta sér ekki undan neinni ábyrgð með því að velta því á herðar ríkisstj. að skipa þessa n. Ef kjósendurnir í landinu vilja finna að þessari nefndarskipun, þó að stj. hafi sett hana, án þess að þ. hafi viljað hafa þar nein áhrif á, þá er eðlilegt, að kjósendur snúi sér til Alþ., sem gaf stj. valdið. Ef illa fer, geta kjósendur sagt: Það voruð þið, sem gáfuð stj. vald til að skipa þetta ráð. Þið gátuð ráðið því, ef þið vilduð. Því er ekki hægt að segja, að stj. ein beri ábyrgðina af skipun n., sem þingið fól henni að ráða.

Nú kemur hins vegar til greina, að þessi stj. er skipuð með nokkuð sérstökum hætti. Þeir, sem í henni sitja og hafa tekið að sér að stjórna landinu á þessum erfiðu tímum fyrir hönd þ., vilja gjarnan hafa sem mest áhrif á, hvernig þau mál, sem þeir sérstaklega eiga frumkvæði að, fara úr hendi. Það getur maður vel skilið. En þar kemur einnig annað til. Alþ. vill líka ráða. Það finnur sig líka hafa ábyrgð um, hvernig fer um þessi mál. Og þá er spurningin: Getur verið góð samvinna milli stj. og rings? Ég álít, að þetta sé fyrsta málið, þar sem verulega reynir á um það. Fyrsta málið, sem stj. lagði fyrir þ., að stöðva verðhækkun til febrúarloka, samþ. þingið einróma, og var um það hin bezta samvinna að öllu leyti. Í sambandi við þetta mál kom fram við 1. umr. og líka að nokkru leyti í n., hvort ekki væri hugsanlegt, að einhvers konar samvinna gæti orðið milli stj. og þ. um skipun ráðsins. Þeirri samvinnu mætti koma fyrir á fleiri vegu en einn. Hún gæti orðið þannig, að 1. gr. væri samþ. óbreytt, en stj. skipaði hins vegar Viðskiptaráðið svo að segja í samráði við Alþ., þingflokkana, og stj. gæfi um það yfirlýsingu hér í þ., að hún ætlaði að hafa slíka samvinnu við þ. Líka væri hægt að hafa þessa samvinnu þannig, að 1. gr. væri breytt t.d. þannig, að fjórir menn í Viðskiptaráð væru kjörnir af þ. eða að það gerðist á þann hátt, að þingflokkarnir veldu þessa menn í samráði við stj. Hitt er aftur á móti ekki samvinna, ef þingið skipaði þessa menn án nokkurs tillits til þess, sem stj. óskaði eftir, eða þá hins vegar, ef stj. skipaði mennina án nokkurs tillits til vilja þ. Hér reynir því á í fyrsta sinn, hvort hægt er í erfiðu máli fyrir báða aðila að hafa samvinnu milli sín.

Ég hefði viljað óska eftir, að þetta mál væri rætt nokkru betur við stj. og hún léti jafnvel frekar í ljós skoðanir sínar um 1. gr. Ég hef þess vegna ekki hugsað mér nú þegar að bera fram brtt. við 1. gr. Ég vil fyrst heyra, hvað hæstv. stj. og hv. þm. geta hugsað sér í þessu sambandi. Ég gæti alveg eins vel beðið með að bera fram brtt. þar til við 3. umr., ef hægt væri að komast að einhverju samkomulagi, því að mér er ljóst, að ef það næst ekki, þá er ekki séð fyrir afleiðingarnar af því.

Þetta er sú grein, sem ég vil gera fyrir minni afstöðu í n.

Ég hef engu við það að bæta, sem hv. frsm., þm. V: Ísf., sagði um frv. f.h. n., enda býst ég ekki við, að brtt. n., að þeim undanteknum, sem teknar hafa verið aftur til 3. umr., valdi neinum deilum.