16.01.1943
Efri deild: 33. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 138 í B-deild Alþingistíðinda. (329)

89. mál, innflutningur og gjaldeyrismeðferð

Frsm. (Haraldur Guðmundsson):

Út af umr. um brtt. á þskj. 213 vildi ég bara segja það, að ég er í raun og veru alveg sammála því, sem mér virðist vaka fyrir hv. flm. brtt. að því er snertir fé nýbyggingarsjóðsmanna, og þar með líka viðvíkjandi því vátryggingarfé, sem um ræðir. En það hefur verið sýnt fram á það — að mínum dómi prýðilega — að sérstök ástæða sé til að setja sérstaka löggjöf um stj. og fyrirkomulag nýbyggingarsjóðanna til þess að tryggja, að þeir komi að því haldi, sem til er ætlazt. Og ákvæði það, sem er um þetta í brtt. fl. þskj. 213, ætti miklu betur heima í slíkri löggjöf heldur en í l. þeim, sem hér er frv. um. Auk þess virðist mér brtt. ekki falla vel við 4. gr. frv. Í 4. gr. frv. segir, að nánari fyrirmæli skuli sett í reglugerð um þau atriði, sem í frv. eru talin. Mætti þá e.t.v. skilja það svo, að þetta fé, sem um ræðir í brtt., væri þá undanþegið þeim ákvæðum, að um vörzlu þess og afhendingu mætti setja ákvæði með reglugerð, sem þó mun ekki tilætlun hv. flm. Þetta er kannske misskilningur hjá mér, en mér virðist brtt. ekki falla alveg aftan við þessa gr. Ég fyrir mitt leyti held því, — þó að ég víðurkenni þá hugsun, sem í brtt. felst — að það sé hægt að tryggja það, að þetta sé verói ekki notað til annars heldur en nýbyggingar skipa, þó að brtt. þessi verði ekki samþ. Og vildi ég þá beina því til hv. flm. brtt. og annarra hv. þm., hvort ekki væri rétt að setja sérstaka löggjöf um nýbyggingarsjóðina. Þeirri aðferð fylgdi þá einnig sá kostur, sem ég tel skipta nokkru máli, að afhendingarskyldan á gjaldeyrinum væri þá alveg undantekningarlaus. Og það hygg ég, að mundi gera þessi l. mun léttari í framkvæmd. Undanþágur og smugur í eldri lögum um þetta mál hafa orðið til erfiðleika í framkvæmd þeirra l.