29.03.1943
Sameinað þing: 34. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 161 í D-deild Alþingistíðinda. (3737)

150. mál, jarðeignarmál kaupstaða, kauptúna og sjávarþorpa

Áki Jakobsson:

Mér finnst þetta vera svo lítið verkefni, sem hér er um að ræða, og ekki þýðingarmeira en það, að ekki ætti að vera þörf á að skipa sérstaka n. til að leysa það af hendi. Sér staklega þegar tekið er tillit til þess, að með l. nr. 64 frá 1941 eru þessi mál leyst fyrir kauptún og sjávarþorp, og eins hitt, að aðstæður eru mjög mismunandi hjá hinum ýmsu bæjarfélögum, þannig, að vart yrðu settar heildarreglur fyrir alla bæina, virðist enn minni ástæða fyrir nefndarskipun þessa. Ég hef leyft mér að leggja til, að það verði fellt niður, að hæstv. ríkisstj. geti skipað n., en að henni verði aðeins falið að láta athuga, hvernig megi veita kaupstöðum, kauptúnum og sjávarþorpum eignar- eða umráðarétt yfir löndum og lóðum o.s.frv. Mér virðist ekki ástæða til að vera að setja á stofn nýja n., sem líklega mundi aðeins verða til þess að tefja framgang þessa máls. Leyfi ég mér því að bera fram skrifl. brtt. um þetta og bið hæstv. forseta að leita afbrigða fyrir henni.