18.11.1952
Efri deild: 28. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 625 í C-deild Alþingistíðinda. (3583)

150. mál, skógrækt

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti. Eins og frv. ber með sér, þá er það flutt hér inn í d. eftir beiðni hæstv. ráðh., sem sendi landbn. frv. til flutnings. N. hefur ekki lesið það yfir og ekki enn tekið neina afstöðu til frv„ hvorki í heild né einstakra atriða þess.

Frv. þetta er samið af skógræktarstjóra, og fylgir því grg., sem hann hefur samið líka og sent landbrh., og það kemur hér inn í d. algerlega í þeim búningi, sem það kom í frá stjórnarráðinu. og frá því í þeim búningi, sem það fékk það frá skógræktarstjóra, svo að á þessu stigi er ekki annað að gera við málið, væntanlega, heldur en vísa því áfram til 2. umr. og n., sem mun fara í gegnum það og athuga það og gera sínar till. um það í nál., sem þá kemur á sinum tíma.